Rósa Sigrún Jónsdóttir

Gluggasögur / Stories

Blek á gler / Gallerí Heima er best, Gallery Home sweet Home, Reykjavíkatnsstíg. Reykjavík. Listakonan Margrét Leópoldsdóttir bjó í þessu húsi.Ég hlustaði á sögur Margrétar skrifaði þær á gluggana. 
Ink on windowglass. Gallery Home sweet Home, Reykjavík. Artist Margrét Leópoldsdóttir used to live in this house. I listened to her stories, wrote them on her windows.

Gluggasögur / Stories

Gluggasögur

Blek á gler / Gallerí Heima er best, Gallery Home sweet Home, Reykjavíkatnsstíg. Reykjavík

Listakonan Margrét Leópoldsdóttir bjó í þessu húsi og safnaði margvíslegum undarlegum og áhugaverðum hlutum. Hver hlutur átti sér sögu. Ég hlustaði á sögur Margrétar skrifaði þær á gluggana og hér eru sumar þeirra

Stories, 2002
Ink on windowglass
Gallery Home sweet Home, Reykjavík.

Artist Margrét Leópoldsdóttir used to live in this house. She collects all kinds of objects and it turned out that every single one of them has its own story. I listened to her stories, wrote them on her windows and here are some of them.

Gluggasögur /Stories

Rósavínsflaskan

Í glugganum stendur blá flaska, eins og rósavínsflaska í laginu og á belg hennar er sandblásið öfugt N með þverstriki fyrir ofan. Þetta er varahlutur í verk eftir listamanninn Magnús Pálsson en verkið sjálft stendur í húsi tannlæknadeildar HÍ sem jafnan gengur undir því snotra nafni TANNGARÐUR.

Bottle of Rose

In the window stands a blue bottle, shaped like a bottle of rose and on its belly has the letter N been sanded, upside down with a small mark on top. This is a sparepart for an artwork by Magnus Palsson, but the artwork itself is located in the dentist department of the University, often called the DENTURE

Gluggasögur /Stories

Hundurinn Lubbi
Gamla ljósmyndin á hillunni sýnir hundinn Lubba sem var ótrúlegur hundur sem hló. Hann var sonur Lobba, sem var afbragðs góður smalahundur og tíkarinnar Pílu sem aftur á móti var með eindæmum mannelsk og klók tík.
Lubbi erfði bestu kosti foreldra sinna og það grét öll sveitin þegar ekið var yfir hann. Móðuramma Lubba var tíkin Ausa sem fannst bundin við stólfót á skemmtistaðnum Óðali að morgni dags fyrir margt löngu.

 

“The dog Lubbi (Furry) was a wonderful dog that could laugh.
He was the son of Jobbi, the great sheepdog, and Pila (the Arrow) who was extreamly lovable, caring and wise dog.
Lubbi inheritied his parents best qualities. Therefore the whole community cried when he was driven over by a passing car.
Lubbis grandmother was Ausa ( the Ladle) and long ago she was found in the early morning hours, tied to the leg of a barstool in a sleazy restaurant.”

Gluggasögur / Stories

Kollarnir tveir

Tveir kollar fylgdu húsinu frá fyrri eigendum og hafa núverandi eigendur hússins nú hvor sinn koll. Raunar var það vinur fyrri eigenda, myndlistarmaðurinn Jóhann Eyfells, sem átti kollana, en hann var tíður gestur hjá þeim listelsku hjónum Árna og Öldu.
Kollurinn er enn í stofunni hennar, dökkbrúnmálaður með útsaumuðu blómaáklæði, ákaflega snjáður og slitinn, lítill en sterkur.

 

The two Chairs

Two chairs whol belonged to former owners ogf the house are still in there. Todays owners now have one each. To begin with the chairs belonged to af friend of the former houseowners, his name was Johann Eyfellsand he was a painter. He was a frequent visitor in this house of these artloving people Árni and Alda.

The chair is still in her livingroom, painted dark brown, the cushion decorated with flowe rembrodery, it´s old torn, small but strong.

Gluggasögur / Stories

Glær klósettseta

Í svefnherberginu bíður glær klósettseta þess að komast á sinn stað í nýja baðherberginu í kjallaranum sem verið er að flísaleggja. Hún er með bláum höfrungum og gervigróðri og keypt af tveimur Aröbum í Skuggahverfi í Richmond í London.

The transparent toiletseat

In the bedroom a transparent toiletseat sits waiting for its new home in the new bathroom in the basement, that is being renovated. Inside the transparent toiletseat one can see blue dolphins swimming and it was bought from two Arabs in Richmond in London.

Gluggasögur / Stories

Gluggasögur

Blek á gler / Gallerí Heima er best, Gallery Home sweet Home, Reykjavíkatnsstíg. Reykjavík

Listakonan Margrét Leópoldsdóttir bjó í þessu húsi og safnaði margvíslegum undarlegum og áhugaverðum hlutum. Hver hlutur átti sér sögu. Ég hlustaði á sögur Margrétar skrifaði þær á gluggana og hér eru sumar þeirra

Stories, 2002
Ink on windowglass
Gallery Home sweet Home, Reykjavík.

Artist Margrét Leópoldsdóttir used to live in this house. She collects all kinds of objects and it turned out that every single one of them has its own story. I listened to her stories, wrote them on her windows and here are some of them.

Gluggasögur / Stories

Gluggasögur

Blek á gler / Gallerí Heima er best, Gallery Home sweet Home, Reykjavíkatnsstíg. Reykjavík

Listakonan Margrét Leópoldsdóttir bjó í þessu húsi og safnaði margvíslegum undarlegum og áhugaverðum hlutum. Hver hlutur átti sér sögu. Ég hlustaði á sögur Margrétar skrifaði þær á gluggana og hér eru sumar þeirra

Stories, 2002
Ink on windowglass
Gallery Home sweet Home, Reykjavík.

Artist Margrét Leópoldsdóttir used to live in this house. She collects all kinds of objects and it turned out that every single one of them has its own story. I listened to her stories, wrote them on her windows and here are some of them.
Gluggasögur / Stories

Ljósakrónan

Ljósakrónan í svefnherberginu varð til vegna þess að raflögnin í loftinu var biluð og hún ákvað að bjarga málinu með hvítri jólaseríu sem þræðir sig eins og þyrnikóróna um tvö hringbeygð vírherðatré sem haldið er uppi af vaskatappakeðju og hvít framlengingarsnúra sér um að ná sambandi við rafmagnið
The chandelier.
The Chandelier in the bedroom is like that because the electricityline was broken. She decided to solve the problem with a white christmasdecoration which circles like a thorncrown around two bent coathangers. The coathangers on the other hand are kept up by a plug chain and a white electric cord takes care of connection to electricity.
 
 
Powered by Phoca Gallery