Rósa Sigrún Jónsdóttir

Minjagripir af fjöllum í prjónuðum hvítum garnpokum, texti og black-light. 
Texts and souvenirs from my hikings packed in knitted sacks.

Minni /Remembrance. Gallerí Skuggi, 2002

Minjagripir af fjöllum í prjónuðum hvítum garnpokum, texti og black-light.

Þessir textar voru hluti sýningarinnar í Gallerí Skugga, einn texti á hverju A4 blaði, festir á vegg og lýstir með black-light. Hver texti vísaði með óbeinum hætti til hlutanna í pokunum.

 

Texts and souvenirs from my hikings packed in knitted sacks.

The text were related to these objects that I have collected as souvenirs on my many hiking and driving tours in Iceland. The objects hung in brilliant white knitted sacs from the ceiling in the gallery and if the visitors wanted they could spend time pairing texts and objects. The whole space was illuminated by black-light to create a cave-like feeling.

Minni / Remembrance, Gallerí Skuggi, 2002

Texts and ouveniers from my hikes in knitted sacks.

"This was one of the first hikes of the spring and the course was taken for Móskarðshnjúkar. At the roots of the mountain we found a dead raven and Palli started talking about the foot of the eagle that is fastened to the neck of Árni Johnsen’s guitar. Then he proceeded to cut the leg off with his pocket knife".

 

Minjagripir af fjöllum í prjónuðum hvítum garnpokum, texti og black-light.

"Þetta var í einni af fyrstu gönguferðum vorsins og við stefndum á Móskarðshnjúka. Við rætur þeirra gengum við fram á dauðan hrafn og Palli fór að tala um að Árni Johnsen væri víst með arnarkló á sínum gítar. Svo tók hann til við að sarga löppina af dauðum fuglinum með vasahnífnum sínum".

Minni / Remembrance, Gallerí Skuggi, 2002

Minjagripir af fjöllum í prjónuðum hvítum garnpokum, texti og black-light

Við höfðum verið að horfa yfir rennislétt yfirborð stórrar, storknaðrar hrauntjarnar sunnan í Hvirflinum þegar ég rakst á þennan einkennilega stein sem var eins og sporöskjulöguð skál á fæti og ég velti fyrir mér hvernig skálarformið hefði myndast.

 

Texts and souveniers from my hikes in knitted sacks.

We had been looking at the smooth surface of a large, solidified lava-pond on the south side of Hvirfill when I came across this peculiar rock which looked like an oval bowl on a foot and I wondered what had made it.

Minni / Remembrance, Gallerí Skuggi, 2002

Minjagripir af fjöllum í prjónuðum hvítum garnpokum, texti og black-light.

"Meðalaglasið stóð á hillu í einu af þessum risastóru húsum sem hýstu eitt sinn ameríska hermenn en hýsa nú aðeins grotnandi mannvistarleifar og mannhæðarháa snjóskafla sem aldrei þiðna. Húsin standa á Straumnesfjalli sem reisir lóðrétta hamraveggi sína gegn víðáttunni og það er örskammt fram á brún".

Texts and souveniers from my hikes in knitted sacks.
"The medicine bottle used to stand on a shelf in one of the huge buildings that housed American soldiers once upon a time but are now just empty shells filled with snow. The buildings stand on Straumnesfjall above the precipice, facing the immeasurable distance".
Minni / Remembrance, Gallerí Skuggi, 2002

Minjagripir af fjöllum í prjónuðum hvítum garnpokum, texti og black-light

"Hellurnar tvær af gömlu eldavélinni eru úr rústum bæjarins í Barnafelli sem standa hátt í brekkunni. Fyrir neðan dunar Skjálfandafljót í gljúfri sínu en á brún þess kúra tvær þúfur hvor upp af annarri. Þær standa stundum upp úr frera vetrarins og björguðu einu sinni tveimur mannslífum sem runnu stjórnlaust niður svellaða brekkuna frá bænum".

Texts and souveniers from my hikes in knitted sacks.

"The cooking plates are from the old stove in the ruins of Barnafell farm which stand high in the slope of the mountain. From below one can hear the thunder of river Skjálfandafljót in its canyon. On the edge of the canyon there are two small mounds, one a bit above the other. They hardly reach through the snow but nevertheless they once saved the lives of two people who slid helplessly down the icy slope from the farmhouse".

Minni / Remembrance, Gallerí Skuggi, 2002

Minjagripir af fjöllum í prjónuðum hvítum garnpokum, texti og black-light

"Gangan á Heklutind er drjúg og við nutum þess að setjast niður á tindinum og virða fyrir okkur útsýnið. Sem við sátum þarna og mauluðum nestið komumst við að því að vikurinn undir okkur var heitur og það svo að ef grafið var dálítið niður í hann þá þoldi maður ekki við. Á leiðinni niður fjallið varð okkur ósjálfrátt á að líta öðru hvoru til baka".

 

Texts and souveniers from my hikes in knitted sacks.

"The climb to the top of mountain Hekla is quite strenuous and we enjoyed the rest at the top while enjoying the view. As we sat eating, we discovered that the pumice underneath was warm to the touch and if one dug a bit it was scalding hot. On our way down, every now and then, we unconsciously looked behind us to the top".

Minni / Remembrance, Gallerí Skuggi, 2002

Minjagripir af fjöllum í prjónuðum hvítum garnpokum, texti og black-light

"It often happens that rock slides fall from Hvarfnúpur and my heart beat a bit faster as I clambered under my rucksack across the rubble. I was happy when I had crossed it to sit on a rock, spying this foreign-looking, white stone so unlike all the others".

Texts and souveniers from my hikes in knitted sacks.

"Greinilega hrynur stundum úr Hvarfnúpnum og ég var með dálítinn hjartslátt eftir að hafa paufast með bakpokann minn yfir stórgrýtið og því fegin að setjast á stein þegar hömrunum sleppti. Og þarna lá þá þessi sérkennilegi hvíti steinn, svo alls ólíkur öllum hinum".

Minni / Remembrance, Gallerí Skuggi, 2002

Minjagripir af fjöllum í prjónuðum hvítum garnpokum, texti og black-light

"Við sátum þarna í kvöldlogninu, handlékum máð múrsteinsbrot og hlustuðum eftir löngu þögnuðum ys hvalskurðarmannanna á Stekkeyri en ekkert heyrðist nema klúkið í æðarkollu sem reyndi að lokka til sín einn ungann sinn en hann sat fastur í þarabrúki í fjöruborðinu. Ég lýg því ekki, en það endaði með því að hún sótti hann".

 

Texts and souveniers from my hikes in knitted sacks.

"We sat there in the quiet evening, playing with broken chips of brick, listening for the long gone bustle of the whale-cutters at Stekkeyri but nothing could be heard except the call from an eider duck who tried to lure her chick to her as he was stuck in some sea-weed on the shore. Astonishing as it is, she ended by fetching him".

Minni / Remembrance, Gallerí Skuggi, 2002
Minjagripir af fjöllum í prjónuðum hvítum garnpokum, texti og black-light
 
" Á Hesteyri söfnuðum við skeljum, kuðungum og beinum að gömlum sið og höfðum fyrir búpening. Þegar við fórum skildum við eftir nokkra kuðunga í hundahreinsunarhúsinu sem stendur ögn út með firðinum og er af einhverjum ástæðum eina steinsteypta byggingin á staðnum. Við tókum þó Bertel með okkur vegna þess að hann var svo fallegur og greinilega af góðu smalahundakyni, enda skírðum við hann í höfuðið á fornum stórbændum á Hesteyri. Palli hugsaði vel um Bertel, litaði trýnið á honum rautt og skrokkinn bláan og hafði hann í bandi um hálsinn, enda hefur Bertel reynst honum fylgispakur".
 
Texts and souveniers from my hikes in knitted sacks.
" At Hesteyri we collected shells, conches and bones, according to the ways of old, to act as our domestic animals. When we went, we left some conches behind, in the old house which was formerly used to worm dogs.It stands somewhat out the fjord and is for some obscure reason the only house made of concrete in the place. Still, we took Bertel with us because he was simply beautiful and obviously of a distinguished breed. We named him after the ancient landowners at Hesteyri. Palli took good care of Bertel, painted his snout red but the torso blue and carried him on a chain round his neck. Nedless to say, Bertel has never since left his side".
Minni / Remembrance, Gallerí Skuggi, 2002

Minjagripir af fjöllum í prjónuðum hvítum garnpokum, texti og black-light

"Þessi nagli stóð í fúinni spýtu sem ég ímynda mér að hafi verið í bæjarþilinu í Hælavíkurbænum. Þetta bæjarþil stóð á fjörukambinum mót hánorðri og skýldi þrettán börnum. Samt var ekki einu sinni hægt að rækta þarna kartöflur".

Texts and souveniers from my hikes in knitted sacks.

T"his nail stood in a rotten piece of wood which I picture in my mind to have been part of the front of the old farm in Húsavík. This farm which stood on the sea bank, facing north, provided shelter for some thirteen children, in a place where growing potatoes was out of the question".

Minni / Remembrance, Gallreí Skuggi, 2002

Minjagripir af fjöllum í prjónuðum hvítum garnpokum, texti og black-light

"Það var ekkert eftir af bæjarhurðinni á Gullhúsá á Snæfjallaströnd nema tveir hurðarhúnar".

 

Texts and souveniers from my hikes in knitted sacks.

"There was nothing left of the old door at Gullhúsá on Snæfjallaströnd except two knobs".

Minni / Remembrance, Gallreí Skuggi, 2002

Minjagripir af fjöllum í prjónuðum hvítum garnpokum, texti og black-light.

"Við höfðum farið of nærri tjörninni í Hnitaskál. Við það fældust álftirnar úr öryggi tjarnarinnar og út í seinfarna mýrina. Fullorðnu fuglarnir fóru mikinn og einn af ungunum fjórum dróst strax aftur úr. Kjóaparið birtist eins og hendi væri veifað og hóf að gera aðsúg að þessum unga og þeir voru enn að þegar við misstum sjónar af þeim. Skömmu síðar gengum við fram á leifar af beinagrind úr hreindýri þar sem ekkert hafði verið skilið eftir nema lappir og haus með smáum hornum".

Texts and souveniers from my hikes in knitted sacks.

"We had walked too close to the pond in Hnitaskál, causing the whooping swans to leave the safety of the pond for the cumbersome mire. The adult birds were in a hurry so one of the chicks was left behind. The skua-pair appeared out of nowhere and descended on the chic and the pair were still attacking when they disappeared from sight. A moment later we came upon the remains of a skeleton. It was of a reindeer but there was nothing left except the leg-bones and the skull with tiny horns".

 
 
Powered by Phoca Gallery