Rósa Sigrún Jónsdóttir

úr röð 30 útsaumsmynda byggðum á daglegum gönguferðum okkar um Berlín
From the series of 30 sewn drawings, based on our hikes in Berlin 
þú og ég þar / you and me there
Við höfum farið víða yfir kaffibollanum í dag, inn og út úr Schengen, á myndlistarsýningar og sett kött í stofufangelsi
1405 skref / steps 
þú og ég þar / you and me there
Í mínum heimi var saumað og í þínum skrifað. svo fórum við saman í búðina
þú og ég þar / you and me there

Það tók bara 15 mínútur að fara með lestinni frá "dauðum héra" yfir að "töfraflautunni"
5719 skref / steps 
þú og ég þar / you and me there

Þau eru hvít og strokin galleríin í Auguststrasse. Svo kemur maður fyrir horniðog þá blasir Tacheles við
1719 skref 
 þú og ég þar
 Mér finnst allt að því óviðeigandi að hér, í þessari borg, skuli ég í augnabliknu ekki hugsa um neitt nema hugsanleg örlög kattarins Jósúa
2672 skref / steps 
þú og ég þar / you and me there
Yfirgefin radarstöðin á Taufelsberg minnir mig á aðra eyðilega stöð sem stendur full af snjó á sæbröttu fjalli langt í norðri
14423 skref / steps 
þú og ég þar / you and me there
Við sátum og borðuðum pylsurnar okkar og horfðum á lögregluvörðinn sem mun hafa staðið vaktina við leikskólann í Gyðingahverfinu frá 1972
22480 skref
þú og ég þar / you and me there
Það má segja að hæst hafi borið þennan dag, ferð okkar beggja upp á fimmtu hæð í bað
896 skref / steps 
 
 
Powered by Phoca Gallery